Handbolti - Allir leikmenn sem gerðu fyrsta akademíusamninginn komnir í landslið.

27.maí.2013  08:55
 Í upphafi haustannar 2012 gerði handboltaráð tilraun með svokallaðan akademíusamning. Samningurinn virkar þannig að ÍBV greiðir allt skólanám leik - og námsmanna standi þeir reglur akademíunar. Þarna er um töluverða fjármuni að ræða sem er verið að leggja beint í ungviðinn okkar. Árangurinn lætur ekki á sér standa og greinilegt að rétt skref hefur verið stigið í þessari fjárfestingu á krökkunum.
 
Nú eru allir 4 leikmennirnir sem skrifuðu undir þennan samning komnir í landslið íslands. Drífa Þorvalds er spilandi með u-19 ára landsliðinu og var stödd erlendis um helgina. Þá voru þeir Hreiðar Óskarsson, Svavar Kári Grétarsson og Bergvin Haraldsson allir valdir í úrtakshóp u-19 ára landsliðsin næstu helgi. 
 
Þess má til gamans geta að áætlað er að 20 krakkar verði í þessum samningi næstu skólaönn!