Handbolti - Stelpurnar í bullandi færi á að ná fjórða sæti.

07.feb.2011  19:22
ÍBV stelpurnar sigruðu Hauka 21-27 á sunnudaginn þegar liðin mættust í Hafnarfirði.  Svavar þjálfari var mjög ánægður með baráttuna í leiknum og taldi þetta einn af betri leikjum hjá þeim í vetur. Stelpurnar eiga enn mikinn möguleika á að ná fjórða sætinu og þar með sæti í úrslitakeppninni...
 
 
Nú eru þrettán umferðir búnar af átján og er ÍBV í fimmta sæti. ÍBV er með 15 stig en Fylkir sem er í fjórða sæti er með 16 stig.
ÍBV á eftir að leika gegn FH, Fram og Val heima, en eiga Stjörnuna og HK úti.
Fylkir á Val, Hauka og Stjörnuna heima, HK og Gróttu úti.
 
Næsti leikur ÍBV er gegn FH hér heima á laugardaginn kl.13:00.
 
Mörk ÍBV gegn Haukum gerðu þær Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 6, Aníta Elíasdóttir 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 4, Renata Horvath 4, Rakel Hlynsdóttir 2 og Sandra Gísladóttir 1.