Handbolti - 0-2 tap á Skaganum

20.apr.2007  09:47

Í gær, sumardaginn fyrsta, lékum Eyjapeyjar við Skagamenn í lokaumferð Lengjubikars karla. Fór leikurinn fram í glæsilegri knattspyrnuhöll þeirra Skagamanna þar sem sjá má upp á miðja veggi að bæjarfélagið elskar knattspyrnu og býr vel að knattspyrnuliðum sínum með frábærri aðstöðu.

Leikurinn var dálítið týpíksur ÍA-ÍBV leikur þar sem það sáust harðar tæklingar og menn létu vel heyra í sér, leikmenn sem þjálfarar liðanna. Eyjamenn reyndu að pressa nokkuð á Skagamenn í fyrri hálfleik en komust þó lítt áleiðis með það, þar sem Skagamenn spiluðu nokkuð fast, og var í raun refsað í öðru marki Skagamanna þar sem þeir náðu góðu hraðaupphlaupi og Björn Bergmann Sigurðarson rak þar endahnútinn eftir laglega sendingu Bjarna Guðjónssonar. Fyrra mark ÍA kom eftir hornspyrnu þar sem Atli Guðjónsson fékk frían skalla eftir lélega dekkun varnarmanna ÍBV. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir ÍA og sóttu heimamenn stíft í þeim síðari þar sem Eyjamenn héldu sig aftarlega á vellinum og tókst að halda hættuleysi við markið með skipulögðum varnarleik.

Leikur gærdagsins var einn af síðustu "æfingaleikjum" liðsins fyrir átökin í 1. deild, sem hefjast á Hásteinsvelli, sunnudaginn 13. maí n.k. en stefnt er að því að fá lið til Eyja svo Eyjabúar geti litið lið sitt augum fyrir mót.

Byrjunarlið ÍBV í gær var þannig skipað: Guðjón Magnússon, Anton Bjarnason, Arnór Eyvar Ólafsson, Páll Hjarðar, Andrew Mwesigwa, Pétur Runólfsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Jonah Long, Bjarni Rúnar Einarsson (fyrirliði), Egill Jóhannsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson.

Varamenn voru: Birkir Hlynsson, Andri Ólafsson, Guðjón Ólafsson og Yngvi Borgþórsson.

ÍBV hefur þá lokið þátttöku sinni í Lengubikarnum þetta árið og enduðu í 5. sæti í sínum riðli, en 4 efstu liðin fara áfram í keppninni, en það eru Breiðablik, sem fengu fullt hús stiga, KR, Keflavík og Fram.