Handbolti - Munið fermingarskeyti ÍBV

28.mar.2007  18:33

Vestmannaeyingar, ÍBV er félagið okkar allra, sameiningartákn Eyjamanna, styðjum starfið og látum ÍBV senda fyrir okkur fermingarskeytin.

Fyrsta ferming vorsins verður á laugardag. ÍBV fermingarskeytin eru mikilvæg tekjuöflun ÍBV Íþróttafélags. Við viljum hvetja alla Vestmannaeyinga til að styrkja félagið sitt, með því að senda fermingarskeytin hjá okkur. Öll heimili í Vestamannaeyjum hafa fengið heimsenda skrá yfir fermingarbörn ársins. Síminn er 481263, einnig er móttaka fermingarskeyta í Íþróttahúsinu.