Handbolti - Úrslitaleikur í kvöld.--Sigur hjá konum í gær

26.mar.2007  09:08

ÍBV stelpurnar sigruðu Akureyri í gærkvöld, 23-20. Sigurinn var öruggur, mesti munur var 6 mörk undir lokin. Edda Eggertsdóttir hefir nú tekið fram skóna á ný, og lék með í gærkvöld.

ÍBV strákarnir leika í kvöld kl. 18.00 gegn FH í Hafnarfirði. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur fyrir okkar menn, um sæti í efstu deild. Rétt er að hvetja Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu til að mæta og sýna liðinu öflugan stuðning.