Handbolti - Góður árangur hjá 6.flokki kvenna í handbolta

20.nóv.2006  11:24

Nú um helgina keppti 6.fl. kvenn á sínu fyrsta móti í vetur og var það svokallað deildarmót. Liðin kepptu öll í 2.deild því þær komust ekki á fyrsta mótið vegna ófærðar með Herjólfi. Öll liðin stóðu sig frábærlega A-liðið vann alla sína leiki og urðu því deildarmeistarar, C-liðið vann einnig alla sína leiki og urðu líka deildarmeistarar, B-liðið stóð sig mjög vel unnu tvo leiki töpuðu tveim með einu marki og einum með tveim mörkum. Allar stelpurnar voru mjög stilltar og prúðar og voru sínu félagi til sóma.

Óla Heiða og Vigdís þjálfarar