Handbolti - Eru RÚV og HSÍ að mismuna félögum?

13.okt.2006  09:00

Handknattleiksdeild ÍBV hefur ítrekað sína fyrirspurn til HSÍ varðandi fjölda beinna sjónvarpsútsendinga af heimaleikjum hvers liðs frá keppnistímabilinu 1999/2000 til og með 2005/2006 í kvenna og karlaflokki. Þar sem svör hafa enn ekki borist hefur fyrirspurnin einnig verið send á Samúel Örn Erlingsson forstöðumann íþróttadeildar sem og Pál Magnússon útvarpsstjóra.

Það er von okkar að fyrirspurn okkar verði nú svarað næstu daga þar sem við hljótum öll að skilja að það er mikilvægt hverju félagi að heimaleikir félagsins séu sýndir þannig að hægt sé að gera betri styrktarsamninga og stuðla þannig að því að íþróttalíf innan viðkomandi félags fái þrifið. Mundi maður halda á HSÍ og RÚV væri þar með einhverja sanngjarna reglu miðað við að dreifa þessu á öll lið eða þá e.t.v. eftir árangri. Þar sem við hljótum jú að vona að eitt að hlutverkum HSÍ sé að auka útbreiðslu handboltans og stuðla að viðgangi íþróttarinnar sem víðast. Þá hlítur það einnig að vera markmið Ríkistútvarps allra landsmanna að jafnræðis sé gætt í sinni dagskrágerð óháð búsetu.

Það er því von okkar að okkar ástkæra HSÍ sem og RÚV sjái sér fært að svara okkar fyrirspurn sem fyrst.

Það verður spennandi að sjá niðurstöðuna þegar hún kemur og þá getum við reynt að greina hvað reglur HSÍ og RÚV hafa notað við að ákveða frá hvaða heimaleikjum var sýnt frá og hvaða ekki.