Handbolti - Lokahóf handknattleiksdeildar 2025

06.maí.2025  16:27

Það var líf og fjör í Kiwanis á föstudagskvöldið þegar handknattleiksdeild ÍBV hélt lokahóf meistaraflokkanna.

Dagskrá kvöldsins var með nokkuð hefðbundnum hætti þar sem má nefna ræðu Garðars Sigurjónssonar formanns handknattleiksdeildar, verðlaunaafhendingu, heiðrun leikmanna og skemmtiatriði leikmanna. Vöruhúsið sá um matinn og Aron Daði Hauksson hélt uppi fjörinu fram eftir kvöldi.

 

Verðlaunahafar voru eftirfarandi:

3. flokkur kvenna

Besti leikmaðurinn: Birna María Unnarsdóttir

Efnilegasti leikmaðurinn: Agnes Lilja Styrmisdóttir

Mestu framfarirnar: Alexandra Ósk Viktorsdóttir

ÍBV-ari: Anna Sif Sigurjónsdóttir

 

3. flokkur karla

Besti leikmaðurinn: Jason Stefánsson

Efnilegasti leikmaðurinn: Haukur Leó Magnússon

Mestu framfarirnar: Sæþór Ingi Sæmundsson

ÍBV-ari: Filip Ambroz

 

HBH

Besti leikmaðurinn: Elís Þór Aðalsteinsson

Efnilegasti leikmaðurinn: Egill Oddgeir Stefánsson

Mestu framfarirnar: Jón Ingi Elísson

Mjaldurinn: Helgi Þór Adólfsson

 

Meistaraflokkur kvenna

Besti leikmaðurinn: Birna Berg Haraldsdóttir

Fréttabikarinn (efnilegasti leikmaðurinn): Ásdís Halla Hjarðar

Mestu framfarirnar: Bernódía Sif Sigurðardóttir

ÍBV-ari: Ásta Björt Júlíusdóttir

 

Meistaraflokkur karla

Besti leikmaðurinn: Dagur Arnarsson

Fréttabikarinn (efnilegasti leikmaðurinn): Andri Erlingsson

Mestu framfarirnar: Kristófer Ísak Bárðarson

ÍBV-ari: Gauti Gunnarsson

 

3 leikmenn karlaliðsins og 5 leikmenn kvennaliðsins voru heiðruð en þau kveðja félagið eftir tímabilið, það eru þau Dagbjört Ýr Ólafsdóttir, Herdís Eiríksdóttir, Marta Wawrzynkowska, Karolina Anna Olszowa, Sunna Jónsdóttir, Breki Óðinsson, Gauti Gunnarsson og Pavel Miskevic. Ásamt þeim mun Roland Eradze aðstoðarþjálfari karlaliðsins kveðja félagið.

 

Myndir: Eyjafréttir og Tígull