Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon, landsliðsþjálfarar U-21 karla hjá HSÍ, hafa valið Ívar Bessa Viðarsson, Hinrik Huga Heiðarsson og Elmar Erlingsson í úrtakshóp fyrir æfingaferð til Frakklands 12.-16. mars. Leiknir verða æfingaleikir við Spánverja 13. mars og svo annað hvort við Frakka eða Ungverja 15. mars.
ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið og vonumst við til að þeir komist áfram í lokahópinn!