Handbolti - Hinrik Hugi, og Ívar Bessi á æfingar hjá HSÍ

02.jan.2025  09:53

Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon, landsliðsþjálfarar U-21 hjá HSÍ, hafa valið Hinrik Huga Heiðarsson og Ívar Bessa Viðarsson til æfinga 2.-4. janúar. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu.

Þess má geta að ÍBV-arinn Elmar Erlingsson sem nú leikur með Norhorn er einnig í hópnum.

 

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis!