Handbolti - Andri, Elís og Jason fengu silfur á Sparkassen Cup með U-19

02.jan.2025  10:09

Andri Erlingsson, Elís Þór Aðalsteinsson og Jason Stefánsson léku til úrslita á Sparkassen Cup með U-19 karla hjá HSÍ. Mótið fór fram í Merzig í Þýskalandi milli jóla og nýárs, en eins og svo oft áður voru Þjóðverjarar andstæðingar strákanna okkar í úrslitaleiknum og úr varð stórskemmtilegur leikur.

Þjóðverjar tóku frumkvæðið í upphafi leiks en strákarnir okkar voru ekki af baki dottnir og unnu sig fljótt inn í leikinn sem var jafn á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik, staðan 12-12 eftir 30 mín.

Íslenska liðinu gekk illa að skora í upphafi síðari hálfleiks og á meðan náðu Þjóðverjar að byggja upp 5 marka forskot. Strákarnir okkar áttu flotta endurkomu á lokamínútum leiksins og áttu möguleika á að minnka muninn í eitt mark en allt kom fyrir ekki og að lokum voru það Þjóðverjar sem unnu 4 marka sigur, 27-31.

ÍBV óskar peyjunum innilega til hamingju með árangurinn!