Hrafnhildur Hanna og Rúnar best
Það var líf og fjör í Kiwanis á föstudagskvöldið þegar handknattleiksdeild ÍBV hélt lokahóf meistaraflokkanna, enda var ekki annað hægt eftir frábæran árangur í vetur þar sem kvennaliðið varð bikarmeistari, deildarmeistari og höfnuðu í 2. sæti í Íslandsmótinu og karlaliðið varð Íslandsmeistari.
Dagskrá kvöldsins var með nokkuð hefðbundnum hætti þar sem má nefna ræður Sæunnar Magnúsdóttur formanns ÍBV Íþróttafélags og Garðars Sigurjónssonar formanns handknattleiksdeildar, verðlaunaafhendingu, heiðrun leikmanna og skemmtiatriði leikmanna.
Verðlaunahafar voru eftirfarandi:
3. flokkur karla
Besti leikmaðurinn: Elmar Erlingsson
Efnilegasti leikmaðurinn: Hinrik Hugi Heiðarsson
Mestu framfarirnar: Ívar Bessi Viðarsson
ÍBV-ari: Andri Andersen
Meistaraflokkur kvenna
Besti leikmaðurinn: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir
Fréttabikarinn (efnilegasti leikmaðurinn): Amelía Dís Einarsdóttir
Mestu framfarirnar: Sara Dröfn Richardsdóttir
ÍBV-ari: Ólöf María Stefánsdóttir
Meistaraflokkur karla
Besti leikmaðurinn: Rúnar Kárason
Fréttabikarinn (efnilegasti leikmaðurinn): Ívar Bessi Viðarsson
Mestu framfarirnar: Arnór Viðarsson
ÍBV-ari: Nökkvi Snær Óðinsson
3 leikmenn karlaliðsins og 4 leikmenn kvennaliðsins voru heiðruð en þau kveðja félagið eftir tímabilið, það eru þau Tara Sól Úranusdóttir, Ólöf María Stefánsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Ingibjørg Olsen, Rúnar Kárason, Róbert Sigurðarson og Janus Dam Djurhuus.
Þá var Erlingur Birgir Richardsson heiðraður, en hann lætur af störfum sem aðalþjálfari karla liðsins. Elísa Sigurðardóttir mætti fyrir hönd Íþróttabandalags Vestmannaeyja og sæmdi Erling silfurmerki bandalagsins fyrir framlag til íþróttamála.
Og Vilmar Þór Bjarnason var heiðraður og þakkað fyrir vel unnin störf sl. 4 ár, en hann lætur af störfum sem framkvæmdastjór handknattleiksdeildarinn um mánaðarmótin.