Fótbolti - Elísabet til Portúgal með U15 landsliðinu

21.apr.2023  17:10

Hin unga Elísabet Rut Sigurjónsdóttir hefur verið valin í lokahóp U15 ára landsliðs Íslands sem leikur tvo æfingaleiki við Portúgal í Portúgal í byrjun maí.

Leikirnir fara fram 2. og 4. maí og verða báðir í beinni útsendingu á KSÍ TV á YouTube.

Elísabet hefur staðið sig vel síðustu ár, verið á mörgum landsliðsæfingum og í landsliðsverkefnum og hlökkum við til að fylgjast með henni áfram með landsliðinu og ÍBV.