Fótbolti - Sverrir Páll til ÍBV!

15.jan.2023  13:35

Sverrir Páll Hjaltested hefur samið við ÍBV til þriggja ára en hann kemur frá Val. Sverrir er orkumikill framherji sem mun smellpassa í þá hugmyndafræði sem er í gangi hjá ÍBV og er mikil ánægja hjá bæði ráði og í þjáfarateymi með komu hans. 

Í fyrra lék Sverrir 14 leiki í Lengjudeildinni og skoraði í þeim 6 mörk. Hann var þá á láni hjá Kórdrengjum. Óhætt er að segja að hann sé bikarmaður, en í þeim 7 bikarleikjum sem hann hefur spilað hefur hann skorað 7 mörk. 

Myndin af Sverri var tekin í Reykjaneshöllinni í gær þar sem hann kom í fyrsta sinn til móts við liðið.

Vertu velkominn Sverrir Páll og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar!