Yngri flokkar - Elísabet byrjaði í 5:2 sigri á Tyrkjum

04.okt.2022  13:54

Elísabet Rut Sigurjónsdóttir byrjaði í dag sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd þegar U15-ára landslið Íslands lagði Tyrki að velli 5:2 í Póllandi.

Elísabet lék í treyju númer 19 og spilaði fyrri hálfleikinn en staðan að honum loknum var 1:0. Í upphafi síðari hálfleiks jöfnuðu Tyrkir metin en það var Thelma Karen Pálmadóttir leikmaður FH sem skoraði síðustu fjögur mörk Íslands en inn á milli marka hennar minnkuðu Tyrkir muninn í 3:2.

5:2 því lokatölur og Ísland í góðri stöðu í riðlinum fyrir seinni tvo leikina gegn Litháen og gestgjöfum Póllands.