Aðalfundur ÍBV 2022

15.jún.2022  19:50

Boðað er til árlegs aðalfundar ÍBV þann 29. júní nk.
Fundurinn fer fram í félagsheimili ÍBV, Týsheimili.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf ásamt þeim tillögum sem fyrir liggja.

Tillögur að lagabreytingum munu liggja frammi á skrifstofu félagsins frá 22. júní ásamt endurskoðuðum ársreikningum deilda og félagsins í heild. Tillögur sem bera skal á fundinum þurfa að berast félaginu viku fyrir aðalfund.