Óðinn tekur við KFS

22.apr.2022  17:15

Fréttatilkynning frá KFS og ÍBV:

KFS í samstarfi við ÍBV hafa ráðið Óðinn Sæbjörnsson sem þjálfara KFS. KFS leikur í 3. deild í sumar. Óðinn er 46 ára með UEFA A þjálfaragráðu og þjálfaði síðast hjá ÍBV við góðan orðstír. Sem leikmaður lék hann upp yngri flokka ÍBV og spilaði svo í 2. og 3. deild með KFS og þekkir því vel til fótboltans í Eyjum. 
 
,, Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni enda KFS með virkilega skemmtilegt og efnilegt lið. Við munum halda áfram að styrkja samstarfið við ÍBV og markmiðið er að halda áfram að gera strákana betri og hafa gaman af því að spila fótbolta. Ég vil nota tækifærið og hvetja alla Eyjamenn til að mæta á leiki hjá okkur í sumar, ég lofa því að það verður alvöru Eyjaskemmtun. " 
 
Fyrsti leikur KFS í 3.deild er gegn ÍH laugardaginn 7.maí kl. 14:00 í Eyjum.