Handbolti - Marta og Karolina áfram hjá ÍBV!

03.feb.2022  19:34

Marta og Karolina áfram hjá ÍBV!

Marta Wawrzynkowska og Karolina Olszowa hafa skrifað undir nýjan 2 ára samning við ÍBV.

Marta og Karolina komu til ÍBV haustið 2019 frá Póllandi og eru því nú á sínu 3 tímabili í Eyjum.

Báðar hafa þær spilað stór hlutverk í liði okkar undanfarin ár. Þær eru mjög ánægðar með veruna í Vestmannaeyjum og hafa komist vel inn í Eyjasamfélagið. Það eru því mikil gleðitíðindi að tilkynna að þær ætli sér að vera hér til a.m.k. 2 ára í viðbót.

Marta hefur sýnt að hún er einn besti, ef ekki besti markvörður Olísdeildar kvenna og leikið átt hvern stórleikinn á fætur öðrum.

Karolina er mjög öflugur leikmaður, bæði varnar og sóknarlega sem hefur átt stóran í velgegni liðsins undanfarið.

Við óskum Mörtu og Karolina til hamingju og hlökkum mikið til áframhaldandi samstarfs!