Æfingagjöld 2022

21.jan.2022  12:02

ÍBV-íþróttafélag hækkar æfingagjöld fyrir árið 2022, en þau hafa verið óbreytt síðastliðin tvö ár. Á þeim tíma hefur verðlagsvísitala neysluverðs hækkað um rúm 10%.
Það sem verra er, þá hefur ÍBV ekki mátt halda Þjóðhátíð undanfarin tvö ár, en hátíðin hefur verið helsta ástæða þess að félagið hefur getað stillt gjöldum í hóf.

Stjórnvöld ætluðu að greiða skaðabætur

Félagið fékk engar bætur vegna Þjóðhátíðar 2020 og einungis 6 dögum fyrir Þjóðhátíð 2021 voru samkomutakmarkanir boðaðar að nýju, þrátt fyrir fögur loforð í undirbúning hátíðarinnar að svo myndi ekki verða. En réttri viku fyrir hátíðina höfðu 76 greinst með COVID-19 á Íslandi.
Enn sem komið er hefur félagið ekki fengið neina staðfestingu frá stjórnvöldum hverjar bætur félagsins verða, en í samantekt félagsins til stjórnvalda kemur skýrt fram að það fjárhagslega tjón sem félagið hefur orðið fyrir hleypur á hundruðum milljóna.

Nauðsynlegt er fyrir félagið að hækka æfingagjöld á þessum tímum, undanfarin tvö ár hefur félagið verið rekið á skammtímaskuldum við miðahafa á Þjóðhátíð. Það er því ljóst að þegar sú hátíð verður haldin verður lítið afgangs, en vonandi verður hún haldin sem allra fyrst.

Þær hækkanir sem nú eiga sér stað hefðu með réttu þurft að vera meiri, en ákveðið er að taka hana í tveimur skrefum. Æfingagjöld standa einungis undir fjórðungi þess kostnaðar sem fellur til vegna yngri flokkastarfs og því eru það fyrst og fremst mótin og styrktarsamningar sem hafa gert okkur fært að halda þetta út, ásamt dósagám, félagsgjöldum og öðrum velvilja bæjarbúa til félagsins.

 

Æfingagjöld 2022 verða því sem hér segir:

   

Árgjald

            Önn

2-3 ára

2018-2019

 

11.900

4-6 ára

2016-2017

 

19.900

7-10 ára

2012-2015

86.000

 

11-12 ára

2010-2011

90.000

 

13-16 ára

2006-2009

94.000

 

17-18 ára

2004-2005

50.000

 

 

Fyrir hönd aðalstjórnar
ÁFRAM ÍBV

Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri