Elísa Viðars kemur að kynna bókina sína Næringin skapar meistarann

07.des.2021  11:31

Iðkendur fæddir 2003-2007 fá bókina að gjöf frá Fiskvinnslu VE

Fiskvinnsla VE hefur ákveðið að gefa krökkum/unglingum fæddum 2003-2007 bæði í hand-og fótbolta bókina Næringin skapar meistarann eftir Elísu Viðarsdóttur. Bókin er fræðslubók fyrir íþróttafólk og foreldra/forráðamenn, einnig leynast uppskriftir í bókinni ásamt reynslusögum íþróttafólks.

Elísa mun mæta til Eyja á morgun miðvikudag og kynna bókina ásamt því að bjóða upp á áritun.

Við viljum bjóða árganga 2003-2005 velkomna í Týsheimilið á milli 16-17 og árganga 2006 og 2007 milli 17-18.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

-----------

ÍBV Íþróttafélag þakkar Fiskvinnslu VE fyrir frábæra gjöf til iðkenda félagsins og Elísu fyrir að gefa sér tíma til að koma og hitta iðkendur.