Taka þátt í undankeppni EM í Serbíu
Elísa, Þóra Björg, Amelía Dís og Sara Dröfn í B-keppni EM í Litháen í sumar // mynd HSÍ
Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U-18 kvenna hjá HSÍ hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í undankeppni EM í Serbíu 22.-27. nóvember nk.
ÍBV á 4 fulltrúa í hópnum, þær Amelíu Dís Einarsdóttur, Elísu Elíasdóttur, Söru Dröfn Ríkharðsdóttur og Þóru Björgu Stefánsdóttur. En þær spiluðu allar með U-17 ára landsliðinu í sumar þegar liðið tryggði sér 2. sætið í B-keppni EM í Litháen, en þá töpuðu þær naumlega úrslitaleiknum fyrir Makedóníu eftir að hafa unnið Spánverja í undanúrslitum. Þessi árangur tryggði liðinu sæti í undankeppninni en það er mikið undir, liðið sem vinnur þessa undankeppni kemst á EM U-19 ára landsliða 2023 og tryggir U-17 ára landsliðinu einnig sæti á EM 2023.
Fimm lið leika í undankeppninni, en ásamt Íslensku stúlkunum verða þar Austurríki, Slóvakía, Slóvenía og heimakonur frá Serbíu. Leikið verður í SC Vozdovac höllinni í Belgrad.
Leikjaplan íslenska liðsins:
Mán. 22. nóv. kl. 15:30 Slóvenía - Ísland
Þrið. 23. nóv. kl. 15:30 Ísland - Slóvakía
Fim. 25. nóv. kl. 18:00 Serbía - Ísland
Fös. 26. nóv. kl. 17:00 Ísland - Austurríki
Athugið að hér er um staðartíma að ræða, leikirnir verða auglýstir á miðlum HSÍ þegar nær dregur en auk þess verður ítarleg umfjöllun um leiki liðsins.
ÍBV óskar stelpunum til hamingju með valið!