Þjálfarar u-15, u-16, u-18 og u-20 ára karlalandsliða Íslands hafa tilkynnt hópa fyrir komandi verkefni hjá liðunum. Helgina 5.-7. nóvember æfa u-15 og u-16 ára landslið karla á höfuðborgarsvæðinu en u-18 og u-20 ára landsliðin leika utan landssteinanna.
ÍBV á 2 fulltrúa í U-15:
Andri Magnússon
Elís Þór Aðalsteinsson
U-18 ára landslið karla tekur þátt í Pierre Tiby mótinu í París í Frakkland en þar leikur liðið gegn heimamönnum auk Króata og Ungverja. Liðið heldur utan 3. nóvember og kemur aftur heim 7. nóvember.
ÍBV á 2 fulltrúa í U-18:
Andrés Marel Sigurðsson
Elmar Erlingsson
U-20 ára landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki gegn Dönum en liðið dvelur í Ishøj á meðan ferðinni stendur. Liðið verður í Danmörku frá 4. - 7. nóv, leikirnir fara fram 5. og 6. nóvember.
ÍBV á 2 fulltrúa í U-20:
Arnór Viðarsson
Gauti Gunnarsson
Við erum afar stolt af strákunum okkar og óskum þeim góðs gengis í þessum verkefnum sem eru framundan!