Bikarmeistarar 1981

28.sep.2021  12:00

Á dögunum komu saman Bikarmeistarar 1981 í tilefni þess að þann 30. ágúst voru 40 ár liðin frá því að þeir lyftu bikarnum.

Úrslitaleikurinn á sínum tíma var gegn liði Fram sem komst yfir snemma leiks en Eyjamenn hrukku í gang eftir um klukkustundarleik og Þórður Hallgrímsson jafnaði leikinn í 1-1 eftir það létu bræðurnir Sigurlás og Kári Þorleifssynir ljós sitt skína og lagði Kári upp 2 mörk fyrir Sigurlás og Eyjamenn komnir í 3-1. Framar klóruðu í bakkann á lokamínútunni og minkuðu muninn í 3-2 og þar við sat. Kjartan Másson sagði í Morgunblaðinu frá því að berdreymin kona hefði haft samband við sig fyrir leik og sagt honum að hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af þessum leik hann færi vel fyrir Eyjamenn. Eins og hefð er orðin að þá söfnuðust Eyjamenn niður á bryggju og tóku á móti Herjólfi þegar leikmenn sigurliðsins komu, skotið var upp flugeldum ræður haldnar og Samkomuhús Vestmannaeyja bauð síðan öllum bæjarbúum á dansleik í kjölfarið. 

ÍBV þakkar þeim fyrir komuna og skemmtilega upprifjun.