Berta og Íva á landsliðsæfingum

22.jún.2021  10:08

Berta Sigursteinsdóttir og Íva Brá Guðmundsdóttir eru þessa dagana á landsliðsæfingum hjá yngri landsliðum Íslands í fótbolta. Berta var valin í U-16 og Íva í U-15.

Bæði lið eru að æfa á Selfossi þessa dagana og standa æfingarnar til miðvikudags. Berta og Íva hafa báðar leikið mjög vel með 2. flokki félagsins og hefur Berta einnig komið vel við sögu í leikjum meistaraflokks. 

U-16 landsliðið er að undirbúa sig fyrir Norðurlandamótið sem fram fer 4. - 13. júlí 2021.