Yngri flokkar - 3. flokkur í fótbolta - viðurkenningar loksins afhentar

12.mar.2021  10:18

Þóra Björg Stefánsdóttir, Ragna Sara Magnúsdóttir, Thelma Sól Óðinsdóttir, Elmar Erlingsson og Dagur Einarsson. Á myndina vantar Adam Smára Sigfússon.

 

Vegna samkomutakmarkana síðastliðið haust náðist ekki að halda lokahóf fyrir 3. flokka í knattspyrnu. Á dögunum voru afhentir bikarar sem átti að afhenda á lokahófinu, en þeir sem hlutu viðurkenningar voru:

 

3. flokkur karla

Besti leikmaðurinn: Elmar Erlingsson

Efnilegasti leikmaðurinn: Adam Smári Sigfússon

ÍBV-ari: Dagur Einarsson

 

3. flokkur kvenna var fáliðaður og spiluðu stelpurnar því með 2. flokki í sumar.

Besti leikmaðurinn: Þóra Björg Stefánsdóttir

Efnilegasti leikmaðurinn: Thelma Sól Óðinsdóttir

ÍBV-ari: Ragna Sara Magnúsdóttir