Handbolti - Sæþór Páll gerir nýjan samning við ÍBV

07.sep.2020  21:57

Sæþór Páll Jónsson gefur gert nýjan tveggja ára samning við ÍBV.

Sæþór Páll er 19 ára eyjapeyi sem hefur síðustu ár leikið með 3.flokki og U-liði félagsins og staðið sig með mikilli prýði. Hann hefur upp á síðkastið æft vel með liðinu og er klár í slaginn fyrir veturinn.

Við erum ánægð með að hafa tryggt okkur krafta Sæþórs Páls áfram og hlökkum til áframhaldandi samstarfs!

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!