Handbolti - Þóra Guðný komin heim til Eyja!

04.sep.2020  12:20

Þóra Guðný Arnarsdóttir hefur gert samning við ÍBV.

Þóra Guðný er flutt heim til Eyja og verður með okkur í baráttunni í vetur eftir að hafa verið undanfarin ár á fastalandinu og leikið með Aftureldingu. Hún er 21 árs gömul og er línumaður.

Við bjóðum hana hjartanlega velkomna heim til Eyja og hlökkum til samstarfsins í vetur.