Handbolti - Sandra Dís með nýjan samning við ÍBV

24.ágú.2020  08:53

Sandra Dís Sigurðardóttir skrifaði nýverið undir nýjan eins árs samning við ÍBV. Sandra hefur leikið með með liðinu undanfarin ár, er örhentur leikmaður og spilar hægri skyttu/horn. Sandra var meidd framan af tímabilinu í fyrra en lék alls 11 leiki í Olís-deildinni og skoraði í þeim 31 mark. Við erum ánægð með að hafa Söndru Dís áfram hjá okkur og hlökkum til samstarfsins í vetur.

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!