Handbolti - Ólöf María Stefánsdóttir til ÍBV

19.ágú.2020  08:26

Ólöf María Stefánsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Ólöf María er tvítugur leikmaður sem kemur frá Val þar sem hún lék síðast. Hún er uppalin hjá Fram en færði sig til Vals í 3.flokki. Við erum ánægð að hafa fengið Ólöfu til liðs við okkur í Eyjum og bjóðum hana hjartanlega velkomna.

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!