Handbolti - Selma Rut framlengir

18.ágú.2020  09:20

Selma Rut Sigurbjörnsdóttir gerði á dögunum nýjan eins árs samning við ÍBV. Selma er línumaður en hún kom aftur til liðs við okkur um síðustu áramót eftir hafa búið í borginni frá haustinu 2016 þar sem hún lék með Aftureldingu. Selma verður með okkur í baráttunni í vetur og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!