Handbolti - Björn Viðar Björnsson skrifar undir nýjan samning!

27.júl.2020  16:25
Björn Viðar Björnsson gerir nýjan samning við ÍBV!
 
Björn Viðar skrifaði fyrr í sumar undir nýjan 1 árs samning við ÍBV. Björn Viðar hefur leikið með liðinu síðustu 2 tímabil við góðan orðstír. Hann tók skóna víðfrægu af hillunni fyrir tímabilið 2018-19, þegar hann hljóp undir bagga þegar við vorum í markmannsvandræðum í byrjun tímabils og hefur hann stimplað sig virkilega vel inn hjá klúbbnum. Ásamt því að vera frábær og reynslumikill markvörður er Björn sömuleiðis frábær félagsmaður og mikilvægur fyrir móralinn í hópnum.
 
Við erum ánægð með að fá að njóta krafta hans áfram og hlökkum til áframhaldandi samstarfs!