Frítt á völlinn

13.jún.2020  09:19

Kæru stuðningsmenn

Þar sem tímar hafa verið erfiðir sökum Covid19 hefur ÍBV ákveðið að bjóða öllum stuðningsmönnum frítt á fyrsta heimaleik sumarsins sem er á morgun sunnudag þegar ÍBV tekur á móti Þrótti á Hásteinsvelli kl. 16.00

Stuðningsmenn látum okkar ekki eftir liggja og fjölmennum á Hásteinsvöll og hjálpum stelpunum okkar að ná góðri byrjun í Pepsí Max deildinni.

ÁFRAM ÍBV