Frábær viðbrögð við Facebook leik

06.maí.2020  15:47

Það er óhætt að segja að þátttakan í Facebook leiknum þar sem heitið var á ÍBV hafi farið fram úr björtustu vonum, mörg hundruð manns hafa lagt söfnuninni lið og kunnum við öllum bestu þakkir fyrir. Áheitin koma sér mjög vel nú þegar margir stórir tekjustofnar félagsins eru í óvissu. Það sem safnast mun renna til barna og unglingastarfs félagsins.

Kærar þakkir fyrir okkur.

ÍBV íþróttafélag