Á laugardaginn 30. nóvember komu saman fjölskylda, liðsfélagar og vinir Kolbeins Arons til að minnast hans í tilefni þess að hann hefði orðið þrítugur. Í íþróttahúsinu var afhjúpaður borði með mynd af Kolla og bauðst gestum að skrifa kveðju á blöðrur sem sleppt var til himins. Liðsfélagar hans buðu gestum inn í mfl. klefann en þeir voru búnir að mála hornið hans Kolla, setja myndir, búningana hans og skóna.
Kolli var frábær félagsmaður og karakter sem við munum minnast og sakna um ókomin ár.