Fótbolti - Sigurður Arnar æfir í Katar

26.nóv.2019  17:23

Síðustu vikur hefur Sigurður Arnar Magnússon æft með Al Arabi í Katar. 

Um er að ræða þriggja vikna dvöl en eins og allir vita þjálfar Heimir Hallgríms lið Al Arabi. Þar spila einnig landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason. Siggi kemur heim í næstu viku og hefur æft við toppaðstæður ytra.