Yngri flokkar - ÍBV hlaut samfélagsstyrk frá Krónunni

31.okt.2019  16:13

ÍBV Íþróttafélag fékk styrk úr samfélagssjóði Krónunnar fyrir yngri flokka starfi félagsins. Alls bárust Krónunni 220 umsóknir og voru 27 verkefni sem hlutu styrk. 

Á heimasíðu Krónunnar segir að samtökin sem fengu styrki eigi það öll sammerkt að hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélögum Krónunnar og/eða hvetja til hollustu og hreyfingu barna. Heildar styrktarupphæðin í ár var sjö milljónir króna.

„Við erum alltaf jafn ánægð að sjá hversu margir eru að vinna að metnaðarfullum verkefnum í því skyni að bæta líf og heilsu barna, sem og þau sem eru að vinna að annarri jávæðri uppbyggingu í samfélaginu. Mörg þeirra verkefna sem við styrkjum í ár eru unnin í sjálfboðavinnu og það er ekki síst þess vegna sem við hjá Krónunni viljum leggja okkar á vogarskálarnar við að halda þessum góðu verkefnum gangandi.“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar.

Hægt er að sjá nánar hvaða verkefni hlutu styrki á heimasíðu Krónunnar.

 

ÍBV þakkar kærlega fyrir styrkinn en hann mun nýtast vel fyrir starfsemi yngri flokka félagsins.