Á laugardaginn var sannkallaður bleikur leikur hjá okkur. Þá mættu stelpurnar okkar Haukastúlkum í Íþróttamiðstöðinni í leik í Olísdeildinni.
Leikurinn var kallaður bleikur af nokkrum ástæðum. Leikmenn ÍBV spiluðu í bleikum sokkum, leikmenn Hauka með bleikar slaufur í hárinu og svo var Krabbavörn í Eyjum sem sölubás og bleikar blöðrur gáfu leiksvæðinu skemmtilega ásýnd.
Fyrst og fremst var þetta hugsað sem leið til þess að leggja okkar af mörkum við að styrkja gott málefni og hressa aðeins upp á hversdagsleikann í leiðinni.
Allur ágóði sem safnaðist af miðasölunni í þessum leik mun renna til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Þess má til gamans geta að leikmenn, starfmenn og dómarar létu sitt ekki eftir liggja, heldur lögðu málefninu lið með því að borga sig inn á leikinn.
Við þökkum öllum sem mættu á völlinn, studdu stelpurnar og Krabbavörn og jafnframt þeim sem lögðu málefninu lið þrátt fyrir að komast ekki á völlinn.
(Myndir úr einkasafni, frá Eyjafréttum og Haukum)
Áfram ÍBV og Krabbavörn í Eyjum!