Handbolti - Gabríel Martinez framlengir við ÍBV

18.okt.2019  11:51

ÍBV hefur náð samkomulagi við Gabríel Martinez Róbertsson um framlengingu á samningi hans við félagið. Hann skrifar undir samning sem gildir til loka tímabils árið 2023.

 

Gabríel kom með eftirminnilegum hætti gríðarlega sterkur inn í byrjunarlið ÍBV í fyrra, þegar meiðsli voru að hrjá hópinn, og stóð sig með mikilli prýði.

 

Við erum ótrúlega ánægð með að vera búin að tryggja okkur krafta Gabríels áfram og hlökkum til að vinna áfram með honum.
 


Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!