Handbolti - 5 fulltrúar ÍBV í Hæfileikamótun HSÍ

15.okt.2019  09:48

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram um næstu helgi í TM-höllinni í Garðabæ. Þar æfa strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn nýráðinna þjálfara, en það eru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir. Hæfileikamótunu er mikilvæg bæði HSÍ og krökkunum sem þar æfa en þarna fá þau að kynnast umhverfi yngri landsliðanna. Þá mun Bjarni Fritzson vera með fyrirlestur fyrir báða hópana og eru leikmenn beðnir um að hafa með sér nesti á fyrirlesturinn.
 

ÍBV á 5 flotta fulltrúa í þessum hópum og erum við einstaklega stolt af þeim. Okkar fulltrúar eru:


Auðunn Sindrason
Birkir Björnsson
Herdís Eiríksdóttir
Jason Stefánsson
Júnía Eysteinsdóttir


Gangi ykkur vel um helgina krakkar!


Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!