Handbolti - Tveir svartfellskir leikmenn til ÍBV

22.ágú.2019  14:48

ÍBV hefur gengið frá samningi við tvo nýja leikmenn fyrir kvennaliðið en það eru Darija Zecevic og Ksenija Dzaferovic en báðar koma þær frá Svartfjallalandi.

Darija er 21 árs gamall markvörður sem var síðast á mála hjá Zurd Koper í Slóveníu.

Ksenija er 19 ára gömul skytta og var síðast á mála hjá ŽRK Budućnost í Svartfjallalandi.

Við bjóðum stelpurnar velkomnar til Eyja og hlökkum til samstarfsins.

 

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!