Handbolti - Hilmar Ágúst Björnsson ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs ÍBV

02.ágú.2019  13:11

Hilmar Ágúst Björnsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði ÍBV í handbolta. Hilmar verður Sigurði Bragasyni, sem ráðinn var á dögunum sem þjálfari liðsins, til aðstoðar.

Hilmar þekkja flestir ÍBV-arar en hann hefur þjálfað í yngri flokkum félagsins frá árinu 2012. Á þeim tíma hefur hann þjálfað alla flokka félagsins, frá handboltaskólanum og upp í 3.flokk, bæði stráka og stelpur, og gert það með glæsibrag.

Á síðasta tímabili þjálfaði Hilmar 4.flokk kvenna og 5.flokk karla en stelpurnar í 4.flokki unnu þá m.a. Íslandsmeistaratitla, bæði á eldra og yngra ári.

Við hlökkum til að starfa áfram með Hilmari í vetur!

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!