Handbolti - Erlingur með Holland á EM

18.jún.2019  10:21
Erlingur Richardsson náði þeim merka áfanga um helgina að verða fyrsti þjálfarinn til að tryggja karlaliði Hollands sæti á EM í handbolta. Holland sigraði Lettland 25-21 í síðasta leik riðilsins og með sigrinum tryggði liðið sér sætið í loka keppni EM í janúar. Erl­ing­ur tók við hol­lenska liðinu í októ­ber 2017 og er það mikið af­rek að koma liðinu í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins sem fram fer í Aust­ur­ríki, Nor­egi og Svíþjóð í janú­ar á næsta ári. Erlingur þjálfar Hollenska liðið auk þess að vera með meistaraflokk karla ÍBV.
ÍBV sendir Erlingi hamingjuóskir með þetta mikla afrek.
 
ÍBV. Alltaf, allsstaðar