Erlingur Richardsson náði þeim merka áfanga um helgina að verða fyrsti þjálfarinn til að tryggja karlaliði Hollands sæti á EM í handbolta. Holland sigraði Lettland 25-21 í síðasta leik riðilsins og með sigrinum tryggði liðið sér sætið í loka keppni EM í janúar. Erlingur tók við hollenska liðinu í október 2017 og er það mikið afrek að koma liðinu í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Austurríki, Noregi og Svíþjóð í janúar á næsta ári. Erlingur þjálfar Hollenska liðið auk þess að vera með meistaraflokk karla ÍBV.