Handbolti - Þrír frá ÍBV í hóp í U - 21 árs liðinu

31.maí.2019  08:54
Einar Andri Einarsson þjálfari U-21 árs landsliðs karla hefur valið hóp til æfinga 4. – 8. júní nk.
Liðið tekur þátt í HM á Spáni í sumar ásamt því að fara á undirbúningsmót í Portúgal. Lokahópur fyrir mót sumarsins verður valinn að þessum æfingum loknum.
Þeir Andri Ísak Sigfússon, Elliði Snær Viðarsson og Garíel Martínez voru valdir í hópinn frá ÍBV.
Til hamingju með valið strákar.
 
ÍBV alltaf allsstaðar