Handbolti - Sjö frá ÍBV úr 2005 árgang valið í HSÍ verkefni

09.apr.2019  13:21
HSÍ hefur boðað til æfinga fyrir drengi og stúlkur fædd árið 2005, helgina 14.-15. apríl. Úr karlaliði ÍBV voru þeir Ívar Bessi Viðarsson, Kristján Ingi Kjartansson og Nökkvi Guðmundsson valdir. Hjá stelpunum eru þær Berta Sigursteinssdóttir, Katla Arnarsdóttir, Sara Dröfn Ríkharsdóttir og Sunna Daðadóttir valdar í verkefnið. Við óskum þessum efnilegu leikmönnum til hamingju með valið.
 
Áfram ÍBV