Handbolti - Fimm frá ÍBV í U-15 verkefni

03.apr.2019  09:01

U-15 ára landslið karla og kvenna æfa 16. - 17. apríl nk. í Kórnum, Kópavogi.

Þjálfari liðanna, Einar Guðmundsson hefur valið hópa í báðum liðum.

ÍBV á fimm fulltrúa í þessum liðum, það eru þau Elmar Erlingsson, Helena Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Þóra Björg Stefánsdóttir og Elísa Elíasdóttir.

ÍBV óskar þeim til hamingju með valið.

Á heimasíðu HSÍ er hægt að sjá hópana:

http://hsi.is/frettir/frett/2019/04/02/Yngri-landslid-l-Aefingahopar-U-15-ka-U-15-kv/