Handbolti - Mætum öll í höllina á fimmtudaginn

06.mar.2019  12:47

Nú styttist óðum í bikarleikinn hjá stelpunum. Bendum á að hægt er að kaupa miða í afgreiðslunni í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum til lokunar á miðvikudaginn, en leikurinn er á fimmtudaginn kl. 18.00. Forsala miða verður einnig á Ölver frá kl. 16.00 á fimmtudeginum, þar geta stuðningsmenn félagana hist fyrir leik. Einnig er hægt að kaupa miða á þessari slóð hérna. https://tix.is/is/specialoffer/fmlcp5vyzmy4s
Verð fyrir börn 500, fullorðna 2000. 
Ef að þið kaupið miða í Íþróttmiðstöðinni, Ölver eða á slóðinni þar sem miðinn er merktur ÍBV, þá rennur allur ágóði miðans til ÍBV. Við megum hinsvegar ekki selja miða við hurðina og rennur andvirði þeirra miða sem eru seldir þar því ekki til okkar.
Mætum og styðjum stelpurnar til sigurs
Áfram ÍBV