Handbolti - Flottur árangur hjá landsliðs stelpunum okkar

03.des.2018  00:22

A landslið kvenna tryggði sér sæti í umspili fyrir HM 2019 í dag.
Það var ljóst fyrir leik að íslenska liðið þurfti að vinna með 27 marka mun til að komast áfram en stelpurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Azerbaijan 49-18.
Jenný, Arna Sif og Ester leikmenn ÍBV tóku þátt í þessu verkefni og getum við verið virkilega stolt af þeim. Rétt er geta þess að Díana Dögg Magnúsdóttir er líka í þessum hóp en við teljum okkur nú alltaf eiga töluvert í henni þó hún sé ekki í ÍBV í dag. 
Til hamingju með árangurinn stelpur, frábært að eiga fulltrúa og fyrirmyndir eins og ykkur. 

Áfram Ísland, áfram ÍBV stelpur

TIL HAMINGJU STELPUR!