Meistaraflokkur karla í handknattleik
Meistaraflokkur karla tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn sl. laugardag eftir öruggan 20-28 sigur gegn FH í fjórða leik liðanna, en samtals vann ÍBV einvígið 3-1.
Aron Rafn Eðvarðsson var kosinn besti leikmaður úrslitakeppninnar, en hann hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum.
Einstakur árangur hjá strákunum í vetur, en engu öðru félagsliði karla hefur áður tekist að hampa öllum þrem titlunum Íslandsmeistarar, Bikarmeistarar, Deildarmeistarar og komast í undanúrslit í Evrópukeppninni.
ÍBV óskar strákunum innilega til hamingju með frábæran árangur.