Handbolti - Ester og Jenný valdar í landsliðið

09.maí.2018  14:37

Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 21 leikmann til að taka þátt í í komandi verkefnum. Hópurinn kemur saman til æfinga 24. maí og heldur svo til Danmerkur föstudaginn 1. júní. Stelpurnar okkar spila tvo leiki í undankeppni EM í lok maí og byrjun júní. Fyrst í Laugardalshöll miðvikudaginn 30. maí gegn Tékklandi og svo mæta þær Dönum ytra laugardaginn 2. júní í Horsens. Að þeim leikjum loknum mun liðið spila tvo æfingaleiki á móti Japan í Danmörku, mánudaginn 4. júní og þriðjudaginn 5. júní. Leikirnir fara fram í Svendborg, syðst á Fjóni. ÍBV á tvo fulltrúa í þessum hóp, þær Guðný Jenný Ásmundsdóttur og Ester Óskarsdóttur. 

ÍBV óskar þeim til hamingju með valið.