Handbolti - ÍBV spilar heima í evrópukeppninni á laugardaginn

17.apr.2018  01:42

Það er mikið að gera hjá mfl karla í handbolta þessa dagana. Þeir slógu ÍR út með 2-0 sigri í átta liða úrslitum Olísdeildarinar um helgina og eru því komnir í undanúrslit. En næsta verkefni er á laugardaginn kl. 15.00 þegar þeir mæta liði Turda frá Rúmeníu í áskorendakeppni evrópu. Turda hefur á að skipa gríðarlega sterku liði og fóru alla leið í úrslitaleikinn í fyrra eftir hafa slegið Val út í mjög svo umdeildum leik á útivelli. Við eigum fyrri leikinn heima og skiptir það öllu máli að ná sem allra bestu úrlsitum í þeim leik fyrir seinni leikinn sem fer fram í Rúmeníu helgina á eftir. Fjölmennum í íþróttamiðstöðina og gefum allt sem við eigum til þess að styðja liðið okkar, þeir eiga það svo sannarlega skilið.
Það verður að sjálfsögðu barnapössun og Pizzur frá 900 Grillhús seldar í hálfleik.

Áfram ÍBV